Fundarboð 138. fundur 27. ágúst 2024

138. fundur sveitarstjórnar Svalbarðsstrandarhrepps 2022-2026 verður haldinn í ráðhúsinu Svalbarðseyri, þriðjudaginn 27. ágúst 2024 kl. 14:00.

Dagskrá

Almenn mál

1.

2310002 - Kotabyggð 26 - beiðni um deiliskipulagsbreytingu

 

Fyrir fundinum liggur erindi frá Smára Björnssyni sem fyrir hönd lóðarhafa Kotabyggðar 26 (L152954) óskar eftir deiliskipulagsbreytingu fyrir lóðina. Óskað er eftir því að fá að breyta lóðinni úr frístundalóð yfir í íbúðalóð. Þá er óskað eftir því að heimilt verði að skilgreina tvo byggingarreiti á lóðinni, annan fyrir gestahús en hinn fyrir íbúðarhús og yrði hámarksbyggingarmagn á þessum tveimur byggingarreitum 300 fermetrar. Samkvæmt núgildandi deiliskipulagsskilmálum Kotabyggðar í landi Veigastaða I má byggja eitt hús á íbúðarlóðum að hámarki 300 fermetra. Fyrir á lóðinni er 21,2 femetra sumarbústaður byggður 1975 og hefur lóðarhafi uppi áform um að lagfæra hann eða endurbyggja sem gestahús og bæta svo við íbúðarhúsi á lóðinni.

 

   

2.

2408001 - Heiðarbyggð 25 L204849 - umsögn vegna byggingaráforma

 

Faglausn ehf., fyrir hönd lóðarhafa Heiðarbyggðar 25 (L204849), óskar umsagnar sveitarstjórnar á fyrirhuguðum byggingaráformum á lóðinni og fylgir tillöguteikning unnin af Faglausn ehf., dags. 17.07.2024 erindinu. Samkvæmt tillöguteikningunni er ætlunin að byggja tveggja íbúða sumarhús á lóðinni, 61, 2 fermetrar að heildarstærð.

 

   

3.

2006001 - Deiliskipulag Svalbarðseyri, Eyrin

 

Deiliskipulagstillaga vegna breytinga á deiliskipulagi Eyrarinnar á Svalbarðseyri var kynnt skv. 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 milli 20. júní og 4. júlí sl. Átta erindi bárust á kynningartímabilinu sem eru nú til umfjöllunar sveitarstjórnar.

 

   

4.

2408002 - Ósk um styrktarsamning

 

Erindi frá Ungmennasamband Eyjafjarðar, beiðni um stuðning frá Svalbarðsstrandarhreppi vegna reksturs ársins 2024 með því að framlengja þann samning sem gilti til árs loka 2023. Jafnframt óskar Ungmennasamband Eyjafjarðar að teknar verði upp viðræður um framtíðar samning.

 

   

5.

2408005 - Frístundastyrkur

 

Erindi frá Elísabet Ásgrímsdóttir & Sveinn H Steingrímsson.

 

   

6.

2408003 - Fjárhagsáætlun 2025-2028

 

Farið yfir forsendur fjárhagsáætlunar 2025-2028 og fyrsta tekjuáætlun vegna ársins 2025 birt.

 

   

7.

2406005 - Fjárhagur 2024

 

Hálfsársuppgjör birt og farið yfir stöðu verkefni sem lagt var upp með í fjárhagsáætlun 2024.

 

   

Fundargerðir til kynningar

8.

2203006 - Fundargerðir embættis skipulags- og byggingarfulltrúa

 

Fundargerðir embættis skipulags- og byggingafulltrúa nr. 73, 74 og 75 lagðar fram til kynningar.
Eftirfarandi mál voru tekin fyrir tengd Svalbarðsstrandarhreppi.

Þórisstaðir 4 L233870 - Hótel Natur viðbygging - 2406000
Fanney Hauksdóttir í umboði Hótel Natur Akureyri ehf. kt. 680422-0280 Sunnuhlíð 606
Akureyri. sækir um byggingarleyfi vegna 402fm viðbyggingar við Hótel Natur á lóðinni
Þórisstaðir 4. Erindinu fylgja uppdrættir frá Fanney Hauksdóttur hjá AVH dags. 2024-05-
07.
Skipulags- og byggingarfulltrúi frestar erindinu með vísan í athugasemdarskýrslu.

Bakkatún 12-14 - raðhús 2023 - 2309003
Sigurgeir Svavarsson ehf. sækir um breytingar á áður samþykktum teikningum fyrir
nýbyggingu fjögurra íbúða raðhúss á lóðinni Bakkatún 12-14. Erindinu fylgja uppdrættir
frá Yngva Ragnari Kristjánssyni hjá Belkod dags. 2023-09-07.
Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkti erindið 2024-06-14.

Kotabyggð 49 L225572 - gestahús - vinnustofa - 2407001
Svetlana Beliaeva kt. 101267-2889, Vaðlabyggð 10, 606 Akureyri sækir um
byggingarleyfi vegna nýbyggingar 39,7 fermetra vinnustofu/gestahúss á lóðinni
Kotabyggð 49 (L225572) í Svalbarðsstrandarhreppi. Erindinu fylgja uppdrættir frá
Rögnvaldi Snorrasyni, dags 6. maí 2024.
Skipulags- og byggingarfulltrúi frestar erindinu með vísan í athugasemdarlista.

Þórisstaðir 4 L233870 - Hótel Natur viðbygging - 2406000
Fanney Hauksdóttir í umboði Hótel Natur Akureyri ehf. kt. 680422-0280 Sunnuhlíð 606
Akureyri. sækir um byggingarleyfi vegna 402fm viðbyggingar við Hótel Natur á lóðinni
Þórisstaðir 4. Erindinu fylgja uppdrættir frá Fanney Hauksdóttur hjá AVH dags. 2024-07-
04.
Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

 

   

9.

2208016 - Fundargerðir HNE

 

Fundargerð heilbrigðisnefndar Norðurlandfs Eystra nr. 236 lögð fram til kynningar.

 

   

10.

2202008 - Hafnarsamlag fundargerðir

 

Fundargerð stjórnar Hafnasamlags Norðurlands lögð fram til kynningar.

 

   

11.

2201013 - Fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga árið 2022

 

Fundargerðir sambands Íslenskra sveitarfélaga nr. 949 og 950 lagðar fram til kynningar.

 

   

12.

2202007 - Fundargerðir stjórnar Norðurorku

 

Fundargerð stjórnar Norðurorku nr. 300 lögð fram til kynningar.

 

   

 

Aðalmenn eru beðnir að láta vita af forföllum í tíma svo hægt sé að boða varamenn.

Svalbarðseyri 23.08.2024,

Gestur Jensson
Oddviti.