Fundarboð 144. fundur sveitarstjórnar 03.12.24

Dagskrá

Almenn mál

1.

2411009 - Kotabyggð 1 L179464 - stofnun lóðar, óveruleg breyting á DSK

 

Erindi frá lóðareigendum Kotabyggðar 1, sótt er um að gera óverulega breytingu á skipulagi Kotabyggðar í landi Veigastaða I og stofna nýja lóð samkv. meðf. uppdrætti í norðaustur hluta lóðarinnar sem er nú 3.779 m². Þar er fyrirhugað að byggja 40-60 m² hús með aðkomu úr norðri. Rotþró verði staðsett við aðkomuna. Á Kotabyggð 1 hvílir kvöð varðandi skylduaðild lóðarhafa að rekstrarfélagi, sem mun einnig gilda fyrir fyrirhugaða lóð.

 

   

2.

2411007 - Kotabyggð 7 L192784 - breytt skráning úr frístunda- yfir í íbúðahúsalóð

 

Erindi frá Viggó Benediktssyni fyrir hönd Höfðahús-íbúðaleigufélag ehf. 551105-0750, lóðarhafa Kotabyggðar 7, beiðni um breyting verði gerð á skilgreiningu lóðarinnar í deiliskipulagi á þá leið að lóðin verði íbúðarlóð í stað þess að vera frístundalóð eins og nú er á skráningu lóðar við Kotabyggð 7.

 

   

3.

2306004 - Leifshús sælureitur

 

Erindi frá Skipulagsstofnun. Lögð er fram, til umræðu umsögn Skipulagsstofnunar vegna beiðni um undanþágu frá skipulagsreglugerð.
Ráðuneytið vill veita umsækjanda tækifæri til að bregðast við þeim sjónarmiðum sem koma fram í umsögninni áður en afstaða er tekin til beiðninnar. Óskað er eftir því að svar berist eigi síðar en 9. desember nk.

 

   

4.

1901020 - Húsnæðisáætlun Svalbarðsstrandarhrepps

 

Erindi frá HMS, endurskoðun á húsnæðisáætlun Svalbarðsstrandarhrepps.

 

   

5.

2404007 - Erindi Bjarmahlíð

 

Erindi frá Lögreglustjóranum á Norðurlandi eystra, Bjarmahlíð framlag 2025.

 

   

6.

1611017 - Jólaaðstoð - styrktar beiðni frá góðgerðarsamtökum við Eyjafjörð

 

Erindi frá Velferðarsjóði Eyjafjarðar, beiðni um styrk frá sveitarfélaginu vegna jólaaðstoðar á vegum sjóðsins.

 

   

7.

1407213 - Styrkumsókn vegna jólasöfnunar

 

Erindi frá Fjölskylduhjálp Íslands, beiðni um styrk.

 

   

8.

2303001 - Samningur um barnaverndarþjónustu

 

Erindi frá Akureyrarbæ, samningur um sameiginlega barnaverndarþjónustu á Norðurlandi eystra, seinni umræða.

 

   

9.

2202011 - Norðurorka almenn mál

 

Erindi frá Norðurorku, vegna verðskrárbreytinga sem ráðgert er að taki gildi 1. janúar 2025.

 

   

10.

2411008 - Íslenska æskulýðsrannsóknin

 

Erindi frá skólastjóra Valsárskóla, María Aðalsteinsdóttir skólastjóri kynnir niðurstöður íslensku æskulýðsrannsóknarinnar.

 

   

11.

2404012 - Viðaukar 2024

 

Viðauki III við fjárhagsáætlun 2024-2027, lagður fram til samþykkktar.

 

   

12.

2408003 - Fjárhagsáætlun 2025-2028

 

Seinni umræða fjárhagsáætlunar 2025-2028

 

   

Fundargerð

18.

2411002F - Umhverfis- og atvinnumálanefnd - 38

 

   

Fundargerðir til kynningar

13.

2203006 - Fundargerðir embættis skipulags- og byggingarfulltrúa

 

Fundargerð embættis skipulags- og byggingarfulltrúa nr. 83 lögð fram til kynningar.

 

   

14.

2201013 - Fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga

 

Fundargerðir stjórnar sambands íslenskra sveitarfélaga nr. 955, 956, 957 og 958 lagðar fram til kynningar.

 

   

15.

1912010 - Héraðsskjalasafn ársskýrsla

 

Erindi frá Héraðsskjalasafni á Akureyri.Ársskýrsla Héraðsskjalasafnsins á Akureyri 2023, lögð fram til kynningar.

 

   

16.

2004009 - Aðal- og stjórnarfundir SBE

 

Fundargerð stjórnar SBE, dags.28.11.2024 lögð fram til kynningar.

 

   

17.

2208013 - Fundargerðir stjórnar SSNE

 

Fundargerðir stjórnar SSNE nr. 67 og 68 lagðar fram til kynningar.