Fundarboð
146. fundur sveitarstjórnar Svalbarðsstrandarhrepps 2022-2026 verður haldinn í ráðhúsinu Svalbarðseyri, mánudaginn 10. febrúar 2025 14:00.
Dagskrá:
Almenn mál |
||
1. |
2502003 - Vaðlaborgir A L198869 - deiliskipulagsbreyting |
|
Erindi frá Landslagi ehf. fh. Árvegs ehf. landeiganda að Vaðlaborgum A L198869 þar sem óskað er eftir óverulegri breytingu á deiliskipulagi. Breytingin felst í auknu byggingarmagni á lóðum nr. 8,9,10,11 og 12, þar sem hámarksstærð húsa er aukið úr 85m² í 130m² A-rýma og allt að 50m² B-rýma, eins og fram kemur í meðfylgjandi erindi dags. 5.febrúar 2025. |
||
|
||
2. |
2501006 - Umsagnarbeiðni vegna umsóknar frá Hótel natur |
|
Erindi frá Sýslumanninum á Norðurlandi eystra, umsagnarbeiðni vegna umsóknar á breytingu á gildu rekstrarleyfi 2022-020645 frá Hótel natur Akureyri ehf vegna Þórisstaðir 4, þar sem verið er að fjölga gistirými upp í 100 gesti. |
||
|
||
3. |
2502001 - Umsagnarbeiðni vegna rekstrarleyfi gistingar í Geldingsá lóð nr. 9 |
|
Erindi frá Sýslumanninum á Norðurlandi eystra, umsagnarbeiðni vegna umsóknar um rekstrarleyfi gistingar í flokki II frá ABC ehf vegna Geldingsár lóð nr. 9 |
||
|
||
4. |
2105001 - Svæðisskipulag Eyjafjarðar |
|
Erindi frá svæðisskipulagsnefnd, framtíðarfyrirkomulag skipulags- og byggingarmála, dags. 28. jan. 2025. |
||
|
||
5. |
2311008 - Erindi frá Kvennaathvarfi. |
|
Erindi frá Kvennaathvarfinu, styrkbeiðni, dags. 31 jan 2025. |
||
|
||
6. |
2502002 - Styrkbeiðni, fræðsla fyrir foreldra um slysavarnir barna. |
|
Erindi frá Miðstöð slysavarna barna, styrkbeiðni, fyrir fjármögnun fræðslu myndbands fyrir foreldra um slysavarnir ungra barna á heimilum og öryggi þeirra í bílum í samvinnu við heilsugæsluna. |
||
|
||
7. |
2311008 - Erindi frá SSNE |
|
Erindi frá SSNE, fyrir hönd ungmenna sem tóku þátt í Ungmennaþingi SSNE í október 2024, erindi þeirra varðar umferðaröryggi í Svalbarðsstrandarhreppi. |
||
|
||
8. |
2306011 - Húsnæðismál skóla í Svalbarðsstrandarheppi |
|
Þröstur Sigurðsson frá Opus verkfræðistofu mætir á fundinn. |
||
|
||
Fundargerðir til kynningar |
||
9. |
2105001 - Svæðisskipulag Eyjafjarðar 2012-2024 Fundargerðir |
|
Fundargerð svæðisskipulagsnefndar Eyjafjarðar, dags 21.janúar 2025 lögð fram til kynningar. |
||
|
||
10. |
2203006 - Fundargerðir embættis skipulags- og byggingarfulltrúa |
|
Fundargerð embættis skipulags- og byggingarfulltrúa nr.86 lögð fram til kynningar. |
||
|
||
11. |
2201013 - Fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga árið 2022 |
|
Fundargerðir stjórnar sambands íslenskra sveitarfélaga nr. 960,961 og 962 lagðar fram til kynningar. |
||
|
Svalbarðsstrandarhreppur - Ráðhúsinu, 606 Akureyri
Kennitala: 640269-2279 - Bankareikn.: 0162-26-075801