Fundarboð 67. fundur 12.04.21

Fundarboð

 

  1. fundur sveitarstjórnar Svalbarðsstrandarhrepps 2018-2022 verður haldinn í ráðhúsinu Svalbarðseyri, 12. apríl 2021 kl. 14:00.

 

Dagskrá:

Almenn mál

1.

2103010 - Staða fjármála 2021

 

Staða fjármála eftir fyrstu ársfjórðung

     

2.

2009002 - Fjallahjólabraut á Svalbarðseyri

 

Teikningar af hjólabraut lagðar fram til kynningar

     

3.

2103016 - 2021 Aðalfundur Lánasjóðs sveitarfélga

 

Aðalfundur Lánasjóðs sveitarfélaga fór fram föstudaginn 26. mars 2021 og var fjarfundur. Sveitarstjórn veitti sveitarstjóra umboð sitt til atkvæðagreiðslu með tölvupósti föstudaginn 26. mars 2021

     

4.

2103017 - Samingur Flokkunar Eyjafjarðar við Norðurá b.s. um urðun úrgangs

 

Samningur Flokkunar Eyjafjarðar við Norðurá b.s. lagður fram til samþykktar

     

5.

2104001 - Minjasafnið á Akureyri þjónustusamningur

 

Stjórn Minjasafnsins á Akureyri óskar eftir viðræðum við Svalbarðsstrandarhrepp um endurnýjun á þjónustusamningi til næstu þriggja ára.

Jafnframt óskar stjórn safnsins eftir að Svalbarðsstrandarhreppur leggi safninu til einskiptisgreiðslu vegna launahækkana fyrri ára kr. 80.000 líkt og óskað er eftir við aðra eigendur.

     

6.

2004007 - Samþykktir sveitarstjórnar Svalbarðsstrandarhrepps

 

Samþykktir félagsmánanefndar, umhverfis- og atvinnumálanefndar og skólanefndar lagðar fram til samþykktar

     

7.

1903010 - Stjórnsýsluskoðun Svalbarðsstrandarhrepps

 

Stjórnsýsluúttekt KPMG fyrir árið 2020 lögð fram til kynningar

     

 

 

Aðalmenn eru beðnir að láta vita af forföllum í tíma svo hægt sé að boða varamenn.

 

Svalbarðseyri 08.04.2021,

Gestur Jensson
Oddviti.