Arnar Péturs sem er margfaldur Íslandsmeistari í hlaupum ætlar að koma og vera með fyrirlestur um hlaup fimmtudaginn 4. júlí kl.12:30. Arnar er þrautreyndur landsliðshlaupari og hlaupaþjálfari og hann ætlar að deila sinni visku varðandi hlaup. Þetta er frábært tækifæri til að fá innblástur til að byrja að hlaupa eða hlaupa meira, lengra og gera það rétt. Hlaup er frábær hreyfing og til að stunda samhliða öðrum íþróttum.
Sem hlaupaþjálfari hefur Arnar unnið með öllum getustigum hlaupara, allt frá þeim sem vilja taka fyrstu skrefin til þeirra sem vilja bæta tímana sína. Hvort sem það eru 5 km eða Laugavegurinn. Hann skrifaði Hlaupabókina sem inniheldur þekkingu sem hann hefur aflað sér með því að æfa með bestu hlaupurum og þjálfurum í heiminum. Þessa þekkingu notar hann í allri sinni þjálfun.
Fyrirlesturinn verður í matsalnum í Valsárskóla fimmtudaginn 4. júlí kl. 12:30. Arnar mun leggja áherslu á að kynna hlaup fyrir krökkunum og unglingunum þannig við hvetjum foreldra til að fá sín börn til að mæta og mæta með þeim.
Svalbarðsstrandarhreppur - Ráðhúsinu, 606 Akureyri
Kennitala: 640269-2279 - Bankareikn.: 0162-26-075801