Auglýsing um gildistöku deiliskipulags Kotabyggðar birtist í B-deild stjórnartíðinda þann 21. febrúar síðastliðinn. Skipulagssvæðið er um 12,7 ha að stærð, sunnan og vestan við Veigastaðaveg nr. 828. Deiliskipulagsáætlunin kveður á um breytingu á hluta Kotabyggðar úr frístundabyggð yfir í íbúðarbyggð. Á skipulagssvæðinu er gert ráð fyrir 20 íbúðarhúsalóðum og 21 lóð fyrir frístundahús. Í skipulagsáætluninni er leitast við að frístundabyggð annars vegar og íbúðarbyggð hins vegar myndi samfelldar heildir. Allar lóðir á svæðinu tengjast um eina vegtengingu frá Veigastaðavegi nr. 828, að lóð nr. 6 frátalinni sem tengist Veigastaðavegi beint.
Svalbarðsstrandarhreppur - Ráðhúsinu, 606 Akureyri
Kennitala: 640269-2279 - Bankareikn.: 0162-26-075801