Forsætisráðuneytið í samvinnu við Forlagið hefur gefið út bókina Fjallkonan. Þú ert móðir vor kær. Íbúar Svalbarðsstrandarhrepps geta nálgast sitt eintak í ráðhúsinu á opnunartíma skrifstofu.
Fjallkonan er þjóðartákn og í bókinni er kafað ofan í sögu fjallkonunnar, ávörpin sem flutt hafa verið af íslenskri fjallkonu allt frá árinu 1947 ásamt úrvali þjóðhátíðarljóða. Í bókinni eru þýðingar á ensku og pólsku.
Dagskrá forsætisráðuneytisins í tilefni af lýðveldisafmælinu er aðgengileg á vefnum www.lydveldi.is.
Svalbarðsstrandarhreppur - Ráðhúsinu, 606 Akureyri
Kennitala: 640269-2279 - Bankareikn.: 0162-26-075801