Í vikunni var hafist handa við grisjun skógar vegna lagningar göngu- og hjólastígs og lagningar vatnslagna frá Vaðlaheiðargöngum að Skógarböðum. Skógræktarfélag Eyfirðinga vinnur verkið og hefur með sér úrval skógarhöggsmanna. Að grisjun lokinni taka verktakar við og leggja leiðslur og stíg. Svalbarðsstrandarhreppur og Norðurorka hafa unnið að skipulagningu verksins með aðkomu Vegagerðar, Akureyrarbæjar og Eyjafjarðarsveitar. Verkfræðistofan VERKÍS og Landslag hafa unnið að hönnun stígsins og samþættingu stígagerðar og lagningu vatnslagna.
Á síðasta fundi sveitarstjórnar var samþykkt að taka tilboði Nesbræðra ehf en þeir áttu lægsta tilboð í framkvæmdina.
Mikilvægt er að vandað sé til verka í allri framkvæmd og í þessu verkefni er valinn maður í hverju rúmi. Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum síðustu daga er vinna hafin við grisjun og gert er ráð fyrir að lagningu lagna verði lokið í árslok. Hér fylgja tenglar á umfjöllun fjölmiðla.
https://www.mbl.is/frettir/innlent/2021/10/07/landslidid_i_skogarhoggi_i_vadlareit/
https://www.visir.is/k/c5f082ea-e773-45e0-8aa1-9c9c24d0ef78-1633547262922
Svalbarðsstrandarhreppur - Ráðhúsinu, 606 Akureyri
Kennitala: 640269-2279 - Bankareikn.: 0162-26-075801