Veðurstofa Íslands varar við slæmu veðri á morgun laugardag og gott að minna íbúa á að festa lausamuni, trampólín, ruslatunnur eða annað sem vindurinn getur rifið með sér. Íbúum er bent á að fylgjast með veðurspá og hægt er að fylgjast með veðri á vedur.is. Talsverð eða mikil rigning fylgir. Búast má við auknu afrennsi og vatnavöxtum í ám og lækjum og hætta á flóðum og skriðuföllum. Einnig er aukið álag á fráveitukerfi. Fólk er hvatt til að huga að niðurföllum til að forðast vatnstjón og þá eru ferðamenn eru hvattir til þess að sýna aðgát og fylgjast vel með fréttum.
Svalbarðsstrandarhreppur - Ráðhúsinu, 606 Akureyri
Kennitala: 640269-2279 - Bankareikn.: 0162-26-075801