Veðurstofa Íslands varar við vestan hvassviðri eða stormi, 15-23m/s með éljum og hvössum vinstrengjum við fjöll á Norðurlandi eystra. Búast má við lélegu skyggni og versnandi akstursskilyrðum á fjallvegum. Gert er ráð fyrir hvassri norðvestan- og vestanátt á þessu svæði í dag, fimmtudag og fram á föstudag. Vonandi er búið að koma öllum trampólínum í geymslu fyrir veturinn en gott að minna íbúa á að festa lausamuni, trampólín, ruslatunnur eða annað sem vindurinn getur rifið með sér. Íbúum er bent á að fylgjast með veðurspá og hægt er að fylgjast með veðri á vedur.is. Fólk er hvatt til að huga að niðurföllum til að forðast vatnstjón og fylgjast vel með fréttum.
Svalbarðsstrandarhreppur - Ráðhúsinu, 606 Akureyri
Kennitala: 640269-2279 - Bankareikn.: 0162-26-075801