Hallland, Svalbarðsstrandarhreppi – auglýsing deiliskipulagstillögu

Hallland, Svalbarðsstrandarhreppi – auglýsing deiliskipulagstillögu

Deiliskipulag í landi Halllands - ÍB15

Sveitarstjórn Svalbarðsstrandarhrepps samþykkti á fundi sínum 11. ágúst 2020 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi íbúðarsvæðis í landi Halllands skv. 41. gr. skipulagsnaga nr. 123/2010. Deiliskipulagið tekur til fjögurra íbúðarhúsalóða á svæði sem auðkennt er íbúðarsvæði ÍB15 í gildandi aðalskipulagi sveitarfélagsins.

Skipulagstillagan liggur frammi á skrifstofu sveitarfélagsins frá 9. nóvember til 21. desember 2020 og er auk þess aðgengileg á heimasíðu sveitarfélagsins, svalbardsstrond.is. Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn frestur til mánudagsins 21.desember n.k. til að gera athugasemdir við skipulagslýsinguna. Athugasemdir skulu vera skriflegar og skulu berast á skrifstofu Skipulags- og byggingarfulltrúa Eyjafjarðar, Skólatröð 9, Hrafnagilshverfi, 605 Akureyri, eða í tölvupósti á sbe@sbe.is.

 

Skipulags- og byggingarfulltrúi