Umhverfis- og atvinnumálanefnd býður upp á heimsókn í Matjurtagarða Akureyrar. Við hvetjum ykkur til þátttöku í viðburðunum í maí, allir velkomnir!
Matjurtagarðarnir á Akureyri hafa notið mikilla vinsælda og komast færri að en vilja. Heiðrún Sigurðardóttir hefur umsjón með görðunum og ætlar að taka á móti okkur þar, sýna okkur og segja frá fyrirkomulaginu í stuttri heimsókn okkar.
Vinsamlega skráið ykkur á netfangið umhverfisnefnd@svalbardsstrond.is
Hittst verður við Gróðrarstöðina á Krókeyri við Mótorhjólasafnið hans Tomma/Iðnaðarsafnið.
Svalbarðsstrandarhreppur - Ráðhúsinu, 606 Akureyri
Kennitala: 640269-2279 - Bankareikn.: 0162-26-075801