Helgafell, Svalbarðsstrandarhreppi – skipulagslýsing vegna deiliskipulags og breytingar á aðalskipulagi
Sveitarstjórn Svalbarðsstrandarhrepps samþykkti á fundi sínum 26. september 2019 að vísa skipulagslýsingu vegna breytingar á aðalskipulagi og deiliskipulags í kynningu skv. 30. og 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Skipulagsverkefnið snýr að uppbyggingu ferðaþjónustu í landi Helgafells við Svalbarðseyri á svæði sem í gildandi aðalskipulagi er skilgreint sem landbúnaðarland.
Skipulagslýsingin liggur frammi á skrifstofu sveitarfélagsins og er auk þess aðgengileg á heimasíðu sveitarfélagsins, svalbardsstrond.is. Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn frestur til miðvikudagsins 23. október n.k. til að gera athugasemdir við skipulagslýsinguna. Athugasemdir skulu vera skriflegar og skulu berast á sveitarskrifstofu Svalbarðsstrandarhrepps, Ráðhúsinu Svalbarðseyri, 601 Akureyri, eða í tölvupósti á postur@svalbardsstrond.is.
Skipulagslýsing (pdf)
F.h. Svalbarðsstrandarhrepps
Skipulags- og byggingarfulltrúi
Svalbarðsstrandarhreppur - Ráðhúsinu, 606 Akureyri
Kennitala: 640269-2279 - Bankareikn.: 0162-26-075801