Að gefnu tilefni viljum við minna á reglur um hunda- og kattahald sem finna má á heimasíðu sveitarfélagsins.
Umsókn um leyfi til hundahalds
Í 6. gr. er fjallað um lausagöngu hunda. Eigandi eða umráðamaður skulu ávallt gæta þess vel að hundurinn valdi ekki hættu, óþægindum eða óþrifnaði né raski ró manna. Mælst er til að hundaeigandi sæki hundahlýðninámskeið með hunda sína. Eigandi er ábyrgur fyrir því tjóni sem hundur hans sannanlega veldur. Hundur skal aldrei ganga laus á almannafæri í þéttbýli, heldur vera í taumi og í fylgd með aðila sem hefur fullt vald yfir honum eða í tryggu gerði innan lóðar. Hundar á lögbýlum mega ganga frjálsir á landareign eigenda sinna undir tilsjón ábyrgs aðila. Heimilt er að sleppa hundum lausum á auðum svæðum fjarri íbúðarbyggð undir eftirliti umsjónarmanns, án þess þó að gengið sé á rétt viðkomandi landeiganda. Ávallt skal taka tillit til fólks, fugla á varptíma og búfjár þegar hundum er sleppt lausum.
Sambúð manna og dýra gengur að miklu leyti út á tillitssemi og umburðarlyndi. Það er mikilvægt að sátt ríki um hundahald og menn og dýr geti lifað saman í sátt og samlyndi og hundaeigendur eru beðnir um að hafa í huga samþykkt um hundahald sem finna má hér.
Svalbarðsstrandarhreppur - Ráðhúsinu, 606 Akureyri
Kennitala: 640269-2279 - Bankareikn.: 0162-26-075801