Næstkomandi mánudag, 28. mars verður haldinn fundur í Valsárskóla þar sem fulltrúar Skógræktar, þau Hrefna Jóhannesdóttir og Bergsveinn Þórsson, fara yfir landsáætlun í skógrækt, hlutverk sveitarfélaga í loftlagsmálum og samþættingu skógræktar og annarra nýtingarkosta.
Fundurinn hefst klukkan 16:30, boðið er uppá barnapössun á meðan á fundi stendur.
Allir velkomnir og kaffi á könnunni
Umhverfis- og atvinnumálanefnd Svalbarðsstrandarhrepps
Mánudagur 28. mars, kl. 16:30 í Valsárskóla
ÍBÚAFUNDUR UM SKÓGRÆKT OG SAMÞÆTTINGU SKÓGRÆKTAR OG ANNARRA LANDNÝTINGARKOSTA
16:30 Fundur settur
16:40 Landsáætlun í skógrækt, lykilhlutverk sveitarfélaga í loftlagsmálum og samþætting skógræktar og annarra landnýtingarkosta
Fulltrúar Skógræktarinnar, Hrefna Jóhannesdóttir og Bergsveinn Þórsson.
17:20 Umræður
Svalbarðsstrandarhreppur - Ráðhúsinu, 606 Akureyri
Kennitala: 640269-2279 - Bankareikn.: 0162-26-075801