Laust starf á skrifstofu Svalbarsstrandarhrepps

Svalbarðsstrandarhreppur auglýsir eftir starfsmanni í 100% starf á skrifstofu. Skrifstofa Svalbarðsstrandarhrepps er í 12 km ­fjarlægð frá Akureyri, á Svalbarðseyri.

Helstu verkefni og ábyrgð:

  • Launavinnsla.
  • Reikningagerð.
  • Greiðsla reikninga.
  • Almenn skrifstofustörf.

Menntun og hæfni:

  • Menntun/reynsla sem nýtist í starfi.
  • Frumkvæði, skipulagshæfni og sjálfstæð vinnubrögð.
  • Þekking á bókhaldskerfinu DK kostur.

Laun skv kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga. Umsóknarfrestur er til og með 26. október 2022.

 

Umsóknum skal skilað rafrænt á netfang sveitarstjóra sveitarstjori@svalbardsstrond.is

Umsókn skal fylgja:

  • Upplýsingar um fyrri störf
  • Kynningarbréf
  • Ferilsskrá.

Áskilinn er réttur til að hafna öllum umsækjendum.

Í samræmi við jafnréttisáætlun Svalbarðsstrandarhrepps hvetjum við karla jafnt sem konur til að sækja um starfið.

Auglýsing pdf.