Leifshús land frístundabyggð, Svalbarðsstrandarhreppi – kynning aðal- og deiliskipulagstillögu

Sveitarstjórn Svalbarðsstrandarhrepps samþykkti á fundi sínum 6. júní 2023 að vísa aðal- og deiliskipulagstillögu fyrir frístundabyggð í landi Leifshúsa land (L204345) í Svalbarðsstrandarhreppi, í kynningu skv. 2. mgr. 30 gr. og 4. mgr. 40 gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Aðalskipulagsbreytingin felur í sér að afmarkað er 2,6 ha svæði fyrir frístundabyggð (F12) með garðlöndum (d. kolonihave) í landi Leifshúsa sem skilgreint er sem landbúnaðarsvæði L1 í núgildandi aðalskipulagi. Deiliskipulagstillagan gerir ráð fyrir byggingu 12 smáhýsa og uppsetningu ræktunarreita, ásamt gróðurhúsi og aðstöðuhúsi á landi þar sem nú eru tún og skógarreitur. Aðkoma að skipulagssvæðinu er um heimreið að Leifshúsum.

Skipulagstillagan er aðgengileg á skrifstofu Svalbarðsstrandarhrepps, Ráðhúsinu, 606 Akureyri, milli 24. apríl og 8. maí 2024, á heimasíðu sveitarfélagsins, svalbardsstrond.is og á vef Skipulagsgáttar, skipulagsgatt.is undir málsnúmerum 471/2024 (aðalskipulagsbreyting) og 472/2024 (deiliskipulag). Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að koma athugasemdum á framfæri til 8. maí 2024. Hægt er að koma athugasemdum á framfæri undir málunum á vef Skipulagsgáttar með innskráningu rafrænna skilríkja. Frekari upplýsingar er hægt að nálgast hjá Skipulags- og byggingarfulltrúa Eyjafjarðar, Skólatröð 9, 605 Akureyri, eða í tölvupósti á netfangið sbe@sbe.is.

Opið hús vegna kynningarinnar fer fram á skrifstofu sveitarfélagsins, Ráðhúsinu, fimmtudaginn 2. maí nk. milli kl. 12:00 og 15:00 og mun skipulagsfulltrúi vera viðstaddur og veita upplýsingar og taka við athugasemdum um tillögurnar.

 

Skipulags- og byggingarfulltrúi

Breyting á aðalskipulagi, Leifshús, breytt landnotkun

Leifshús, deiliskipulag