COVID-smit hafa greinst hjá nemendum í Valsárskóla. Við höfum ákveðið, í samráði við rakningarteymi að grípa til þeirra aðgerða sem þarf til að gera allt sem í okkar valdi stendur til þess að hefta frekari útbreiðslu smits í samfélaginu. Af þessum sökum hefur verið ákveðið að loka Valsárskóla næstu viku, frá 4. – 8. október. Foreldrar fá upplýsingar um fyrirkomulag í leik- og grunnskóla frá skólastjórnendum.
Skrifstofa Svalbarðsstrandarhrepps verður lokuð næstu viku en við tökum við erindum á postur@svalbardsstrond.is
Við viljum benda íbúum sem eiga erfitt með að ná í vistir að hægt er að panta matvöru hjá NETTÓ og starfsmenn hreppsins geta náð í og skilað að dyrum.
Við náum vonandi að komast fyrir þetta smit með þessum aðgerðum og höfum óskað eftir því við foreldra að börn sæki ekki íþróttaæfingar eða félagsstarf á Akureyri á meðan smit eru að ganga yfir hér og á Akureyri.
Svalbarðsstrandarhreppur - Ráðhúsinu, 606 Akureyri
Kennitala: 640269-2279 - Bankareikn.: 0162-26-075801