Laugardaginn 2. október klukkan 14:00 verður haldið málþing í Safnasafninu þar sem fjallað verður um áhrif COVID-19 á daglegt líf okkar, þróun samfélags og hvort heimsfaraldur sé að draga fram þætti í samfélagi okkar sem við töldum tilheyra fortíð.
Hvaða áhrif hefur COVID á jafnréttismál?
Hvernig söfnum við heimildum á tækniöld, t.d. frá einstaklingum, frásögnum, ljósmyndum og upplifun?
Er faraldurinn að hafa áhrif á lýðheilsu okkar og þá ekki síst andlega heilsu? Er samfélag okkar að breytast mikið með tilkomu tækninnar og hvernig gengur okkur að nýta tæknina eða er hún að taka af okkur völdin?
Margar áhugaverðar spurningar skjóta upp kollinum þegar við göngum í gegnum tíma eins við höfum upplifað á tímum COVID, miklar og örar breytingar eru að verða á samfélagi okkar. Næstkomandi laugardag er boðið til samtals milli fortíðar, samtíðar og framtíðar. Fjölbreyttir fyrirlestrar verða fluttir um áhugaverð mál sem snerta ýmsa fleti mannlegs samfélags og bjóðum við alla þá sem áhuga hafa hjartanlega velkomna til okkar.
Aðgangur er ókeypis, í kaffihléi verður boðið uppá kaffi og kleinur
Svalbarðsstrandarhreppur - Ráðhúsinu, 606 Akureyri
Kennitala: 640269-2279 - Bankareikn.: 0162-26-075801