Líkt og síðasta sumar gefst Ströndungum kostur á að fá matjurtagarð til umráða og rækta eigið grænmeti. Garðurinn sem hver og einn hefur til umráða er um 15 fermetrar og eru þeir staðsettir norðan við sundlaugina.
Takmarkað magn er til úthlutunar og umsóknarfrestur er til og með 25. maí. Sótt er um á netfangið postur@svalbardsstrond.is. Ásókn hefur ekki verið mikil síðustu ár en við ætlum að láta á þetta reyna aftur í sumar með von um íbúar nýti sér þetta einstaka tækifæri til að efla eigin sjálfbærni.
Í umsókninni þarf að koma fram nafn, kennitala, símanúmer og netfang umsækjanda. Engin leiga er af görðunum en á móti er ætlast til þess að ræktendur gangi vel um og vinni saman við að halda svæðinu hreinu.
Svalbarðsstrandarhreppur - Ráðhúsinu, 606 Akureyri
Kennitala: 640269-2279 - Bankareikn.: 0162-26-075801