Það er erfitt að standa máttvana hjá og horfa uppá þær hörmungar sem úkraínsk þjóð er að upplifa. Við sjáum fólk á flótta undan stríði, unga sem aldna á leið í óvissu um hvort og hvenær hægt verði að snúa aftur heim.
En við getum rétt hjálparhönd og það viljum við hjá Svalbarðsstrandarhreppi og kvenfélagskonur gera. Við hvetjum alla íbúa sem vettlingi geta valdið til að koma með garn- nýtt eða afganga í Valsárskóla á morgun mánudag frá klukkan 17-22 og prjóna vettlinga, húfur og sokka á börn á öllum aldri. Opið verður í Valsárskóla alla daga vikunnar á þessum tíma og þeir sem ekki leggja í prjónaskapinn geta komið við og létt prjónafólki stundir, pakkað eða aðstoðað á annan máta.
Verið er að útbúa góða aðstöðu fyrir prjónafólkið okkar og allir geta hjálpað til, byrjendur og lengra komnir. Hægt verður að fá aðstoð við prjónaskapinn þannig að byrjendur geti lagt sitt af mörkum.
Svalbarðsstrandarhreppur - Ráðhúsinu, 606 Akureyri
Kennitala: 640269-2279 - Bankareikn.: 0162-26-075801