Skipulag Eyrarinnar á Svalbarðseyri í Svalbarðsstrandarhreppi

Sveitarstjórn Svalbarðsstrandarhrepps auglýsir tillögu að deiliskipulagi og breytingu á Aðalskipulagi Svalbarðsstrandarhrepps 2008-2020 varðandi Eyrina á Svalbarðseyri í Svalbarðsstrandarhreppi skv. Skipulagslögum nr. 123/2010. Tillögurnar eru auglýstar samhliða sbr. 41. Gr. Skipulagslaga

Breyting á aðalskipulagi Svalbarðsstrandarhrepps 2008-2020
Breytingin varðar Eyrina á Svalbarðseyri. Iðnaðarsvæði I1 er stækkað um 0,1 ha til norðurs á uppdrætti aðalskipulagsins. Svæði með blandaðri notkun íbúðarbyggðar og verslunar og þjónustu, ÍB1/V5 er minnkað að sama skapi. Tilgangur breytingarinnar er að samræma ákvæði aðal- og deiliskipulags. Upplýsingar um flatarmál umræddra svæða í greinargerð taka breytingum en ekki eru gerðar breytingar á lýsingu þeirra eða skilmálum.

Breyting á Aðalskipulagi Svalbarðsstrandarhrepps 2008-2020.

Deiliskipulag Eyrarinnar á Svalbarðseyri
Um er að ræða deiliskipulag fyrir þegar byggt hverfi sem ekki hefur áður verið deiliskipulagt. Skipulagssvæðið er um 6,3 ha að stærð og nær yfir fimm landnotkunarflokka þ.e. íbúðarbyggð, verslunar- og þjónustusvæði, athafnasvæði, iðnaðarsvæði og hafnarsvæði. Í tillögunni er gert ráð fyrir 23 lóðum auk hafnarsvæðis, 10 íbúðarhúsalóðum þar af 2 með möguleika á verslun og þjónustu, 5 lóðum fyrir athafnastarfsemi og 8 fyrir iðnaðarstarfsemi.

Um er að ræða deiliskipulag fyrir þegar byggt hverfi sem ekki hefur áður verið deiliskipulagt. Skipulagssvæðið er um 6,3 ha að stærð og nær yfir fimm landnotkunarflokka þ.e. íbúðarbyggð, verslunar- og þjónustusvæði, athafnasvæði, iðnaðarsvæði og hafnarsvæði. Í tillögunni er gert ráð fyrir 23 lóðum auk hafnarsvæðis, 10 íbúðarhúsalóðum þar af 2 með möguleika á verslun og þjónustu, 5 lóðum fyrir athafnastarfsemi og 8 fyrir iðnaðarstarfsemi.

Tillaga að deiliskipulagi Eyrarinnar - uppdráttur.

Athugasemdum við ofangreindar tillögur stillöguna skal skilað á skifstofu Svalbarðsstrandarhrepps, Ráðhúsinu Svalbarðseyri, fyrir 30. ágúst 2013. Athugasemdir skulu vera skriflegar og undirritaðar.

Tillögurnar verða til sýnis á http://www.svalbardsstrond.is til loka athugasemdafrests og á skrifstofu sveitarfélagsins. Athugið að vegna sumarlokunar skrifstofu 16.-26. júlí þarf að óska eftir tíma fyrir skoðun skipulagsgagna í tölvupósti á postur@svalbardsstrond.is.

Hver sá sem ekki gerir athugasemd við tillöguna innan ofangreinds frests telst vera henni samþykkur.

Jón Hrói Finnsson, sveitarstjóri.