Sólberg - auglýsing aðal- og deiliskipulagstillögu

Sveitarstjórn Svalbarðsstrandarhrepps samþykkti á fundi sínum 7. mars 2022 að vísa skipulagstillögum vegna breytingar á Aðalskipulagi Svalbarðsstrandarhrepps 2008-2020 og deiliskipulags fyrir íbúðarlóðir í landi Sólbergs í auglýsingu skv. 31. gr. og 2. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

 

Skipulagsverkefnið tekur til nýs íbúðarsvæðis (ÍB26) í aðalskipulagi Svalbarðsstrandarhrepps 2008-2020 og deiliskipulags fyrir fjórar íbúðarlóðir á umræddu svæði.

Skipulagstillögurnar eru aðgengilegar á sveitarskrifstofu Svalbarðsstrandarhrepss, Ráðhúsinu á Svalbarðseyri milli 21. júní og 2. ágúst 2022 sem og á heimasíðu sveitarfélagsins, svalbardsstrond.is. Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við skipulagstillögurnar til þriðjudagsins 2. ágúst 2022. Athugasemdir skulu vera skriflegar og skulu berast á skrifstofu Skipulags- og byggingarfulltrúa Eyjafjarðar, Skólatröð 9 Hrafnagilshverfi, 605 Akureyri, eða í tölvupósti á netfangið sbe@sbe.is.

Skipulags- og byggingarfulltrúi.

ASSVALB-br-Solberg-A3

Sólberg-DSK-greinargerð

Sólberg-DSK_220614