Ný lög um úrgangsmál tóku gildi 1. janúar 2023. Sveitarstjórn hefur lagt áherslu á að leita hagkvæmustu leiða við að uppfylla skilyrði laganna og nýta kerfið sem fyrir er eins og hægt er.
Í ljósi þess að Úrvinnslusjóður er hættur að greiða fyrir endurvinnsluefnin plast og pappír, nema efnunum sé safnað aðskildum við hvert heimili, var ákveðið að bæta við þriðju tunnunni við hvert heimili (lögbýli). Sveitarfélagið mun útvega nýjar tunnur til íbúa. Afhending tunna hefst á næstu vikum.
Sveitarstjórn Svalbarðsstrandarhrepps hefur ákveðið að loka gámasvæði í Kotabyggð frá og með 15. apríl n.k. Allir íbúar sveitarfélagsins hafa aðgang að gámasvæði sem staðsett er á Svalbarðseyri. Opnunartími gámasvæðisins er á þriðjudögum, fimmtudögum og laugardögum frá kl. 13:00 til 17:00.
Svalbarðsstrandarhreppur - Ráðhúsinu Svalbarðseyri, 606 Akureyri
Kennitala: 640269-2279 - Bankareikn.: 0162-26-075801