Sumar á Svalbó

Í sumar verður eitt og annað í boði fyrir alla aldurshópa hér á Svalbarðsströnd. Dagskrá er að finna hér og biðjum við íbúa um að fylgjast með breytingum sem eiga eftir að verða og viðbótum á dagskránni. Dagskrá fyrir ágúst mánuð er ekki tilbúin en verður sett hér á heimasíðuna um leið og hún er tilbúin. Hlökkum til þess að sjá ykkur í sumar!

Frjálsar íþróttir

Æskan býður grunnskólanemum og elsta árgangi leikskólans ókeypis frjálsíþróttaæfingar í sumar. Verða frjálsíþróttaæfingarnar á Æskuvellinum, tvisvar í viku á mánu- og miðvikudögum kl. 17:00-18:00. Þjálfarar í sumar verða Eir Starradóttir og Sigríður Ingibjörg Stefánsdóttir. Nánari upplýsingar má nálgast á www.aeskan.umse.is

Borðtennisæfingar Æskunnar og Akurs

Borðtennisæfingar verða haldnar í Valsárskóla tvisvar í viku og eru í samstarfi við íþróttafélagið Akur á Akureyri og verður Markus Meckl yfirþjálfari. Borðtennisinn hefst þriðjudaginn 16. júní og verða þær æfingar á þriðju- og fimmtudögum kl. 17:00-18:30. Nánari upplýsingar má nálgast á www.aeskan.umse.is

Skapandi samvera

Skapandi samvera er fyrir 7- 12 ára hressa krakka sem hafa gaman af útiveru, skoða og skapa úr því sem finnst í náttúrunni. Börnin skoða bæði fjöruna og fjallið í leit að efni sem síðan er unnið úr, tálgað, smíðað, teiknað og málað. Mikilvægt er að klæða sig eftir veðri og taka með sér nesti þar sem samveran fer fram úti. Samveran eru fjórir til fimm virkir dagar frá klukkan 8:00-13:00. Nánari upplýsingar á facebooksíðunni Skapandi Samvera eða í síma 8631279, með sumarkveðju Beta.

Samvera eldri borgara - þriðjudagar

Eldri borgarar, 60 ára og eldri, hittast í fundarherbergi Ráðhús sveitarfélagsins alla þriðjudagsmorgna kl. 11:00.
Það starf snýst fyrst og fremst um samveru og spjall og eru allir velkomnir.

Samvera eldri borgara – fimmtudagar

Fimmtudagana 11. júní, 25. júní, 9. júlí, 6. ágúst og 20. ágúst verður eldri borgurum boðið í hádegisverð í Valsárskóla. Matur hefst klukkan 12:00 en gert er ráð fyrir að farið verði í göngutúr eða önnur samvera í boði áður en sest verður að borðum.

Bókasafn - mánudagar

Bókasafn Lestrarfélags Svalbarðsstrandar er í Ráðhúsinu á Svalbarðseyri. Það er opið á mánudögum kl. 17:00-19:00, en þess utan er hægt að komast á bókasafnið þegar skrifstofa sveitarfélagsins er opin. Umsjónarmaður er Anna María Snorradóttir.

Netfang bókasafnsins er: lestrarfelag@svalbardsstrond.is. Hægt er að leita í nýrri bókakosti safnsins á heimasíðunni http://www.gegnir.is/.

Útiskóli - Leikjanámskeið

Leikjanámskeið verður í boði fyrir börn á aldrinum 6-10 ára. Elísabet Ásgrímsdóttir mun vera umsjónarmaður námskeiðsins og dagskráin verður auglýst á heimasíðunni, í byrjun júlí.

Sundlaug Svalbarðsstrandarhrepps

Sundlaug Svalbarðstrandarhrepps verður opin sunnudaga – fimmtudaga kl. 16:00 – 20:00 sumarið 2020. Lokað er föstudaga og laugardaga. Aðgangseyrir er enginn. Sundlaugavörður er Haraldur Gunnþórsson, sími 867-6617. Börn yngri en 10 ára verða að vera í fylgd með 15 ára eða eldri, nánari upplýsingar á heimasíðu sveitarfélagsins www.svalbardsstrond.is