Svæðisskipulag Eyjafjarðar

Svæðisskipulagsnefnd Eyjafjarðar hefur þann 31. mars 2020 samþykkt tillögu að breytingu á Svæðisskipulagi Eyjafjarðar 2012-2024 vegna flutningslína raforku.

Breytt stefna Svæðisskipulags Eyjafjarðar 2012-2024 um flutningslínur raforku er árétting þeirrar stefnu, sem sett var fram í svæðisskipulaginu á sínum tíma en nokkuð ítarlegri. Breytingin á við Blöndulínu 3 og Hólasandslínu 3.

Málsmeðferð var í samræmi við 23., 24. og 25 greinar skipulagslaga nr. 123/2010. Athugasemdir sem bárust gáfu ekki tilefni til breytinga á tillögunni en minni háttar lagfæringar voru gerðar, sem ekki eiga við meginatriði hennar.

Gerð er grein fyrir athugasemdum og afgreiðslu þeirra í fundargerð svæðisskipulagsnefndar 31. mars 2020, sem er aðgengileg á heimasíðu SSNE, www.ssne.is ásamt skipulagstillögunni sjálfri og umhverfisskýrslu.

Eftirtalin sveitarfélög, sem aðilar eru að svæðisskipulaginu hafa samþykkt tillögu svæðisskipulagsnefndar:

  • Grýtubakkahreppur 6. apríl 2020
  • Svalbarðsstrandarhreppur 16. apríl 2020
  • Eyjafjarðarsveit 16. apríl 2020.
  • Dalvíkurbyggð 21. apríl 2020
  • Akureyrarbær 21. apríl 2020
  • Hörgársveit 30. apríl 2020
  • Fjallabyggð 20. maí 2020

F.h. svæðisskipulagsnefndar Eyjafjarðar, 28. maí 2020
Þröstur Friðfinnsson, formaður

Svæðisskipulag Eyjafjarðar