Svalbarðseyri – íbúðarsvæði, tillaga að deiliskipulagi
Greinargerð (PDF)
Skipulagsuppdráttur (PDF)
Sveitarstjórn Svalbarðsstrandarhrepps samþykkti þann 16. júní 2017 að auglýsa tillögu
að deiliskipulagi fyrir nýju íbúðarsvæði á Svalbarðseyri skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga
nr. 123/2010. Skipulagssvæðið er um 14,9 ha. Innan skipulagsmarka er annars vegar íbúðarsvæði og
hins vegar svæði fyrir verslun og þjónustu efst og næst þjóðvegi. Það er að hluta skilgreint
sem blönduð landnotkun með íbúðarbyggð. Í austri nær svæðið að helgunarsvæði
þjóðvegar, til suðurs að aðkomuvegi, íþróttasvæði og farvegi Valsár, til vesturs að
brekkurót og til norðurs að landamerkjagirðingu.
Tillagan mun liggja frammi á skrifstofu sveitarfélagsins frá 22. júní 2017 til og með 2.
ágúst 2017. Tillagan verður einnig aðgengileg á vef Svalbarðsstrandarhrepps á
www.svalbardsstrond.is/is/skipulag/deiliskipulag
Hverjum þeim sem telur sig eiga hagsmuna að gæta er þannig gefinn kostur á að kynna
sér tillöguna og gera athugasemd við hana. Athugasemdir skulu vera skriflegar og berast
á skrifstofu Svalbarðsstrandarhrepps í ráðhúsinu Svalbarðseyri, 601 Akureyri, eða á netfangið
postur@svalbardsstrond.is í síðasta lagi þann 2. ágúst 2017.
Svalbarðsstrandarhreppur - Ráðhúsinu, 606 Akureyri
Kennitala: 640269-2279 - Bankareikn.: 0162-26-075801