Svalbarðseyri er við austanverðan Eyjafjörð, í 12 km fjarlægð frá Akureyri. Við leitum að jákvæðum og samviskusömum einstaklingi sem er skapandi, drífandi og sýnir frumkvæði og sjálfstæði í starfi og er tilbúnn að vinna með öðrum. Starfsmaður vinnur samkvæmt lögum og reglugerðum og skólastefnu Álfaborgar/Valsárskóla og skólastefnu Svalbarðsstrandarhrepps.
Svalbarðsstrandarhreppur auglýsir stöðu umsjónarmanns fasteigna, 100% starfshlutfall. Umsjónarmaður fasteigna er starfsmaður sveitarfélagsins og beggja skóla, Álfaborgar og Valsárskóla. Starfsmaður hefur aðstöðu í áhaldahúsi og á skrifstofu Svalbarðsstrandarhrepps og starfar náið með skólastjórnendum og stjórnendum hreppsins. Næsti yfirmaður er sveitarstjóri.
MENNTUN OG HÆFNI:
HELSTU VERKEFNI OG ÁBYRGÐ:
Kaup og kjör auglýstra starfa fara eftir samningum launanefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags. Umsóknarfrestur er til og með 15. maí 2021. Rafræna umsókn vegna starfa í skólunum skal senda á sveitarstjóra á sveitarstjori@svalbardsstrond.is. Ofangreindir gefa jafnframt nánari upplýsingar um starfið.
Umsókn skal fylgja upplýsingar um fyrri störf, kynningarbréf, menntun, ferilsskrá og leyfisbréf (ef við
á). Áskilinn er réttur til að hafna öllum umsækjendum.
Í samræmi við jafnréttisáætlun Svalbarðsstrandarhrepps hvetjum við karla jafnt sem konur til að sækja um starfið. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst, í síðasta lagi 1. ágúst 2021.
Nánari upplýsingar um sveitarfélagið, skólana og umhverfi okkar er að finna á heimasíðu sveitarfélagsins svalbardsstrond.is
Svalbarðsstrandarhreppur - Ráðhúsinu, 606 Akureyri
Kennitala: 640269-2279 - Bankareikn.: 0162-26-075801