Svalbarðsstrandarhreppur auglýsir þrjú störf við Valsárskóla fyrir næsta skólaár.

Valsárskóli er á Svalbarðsströnd við austanverðan Eyja­fjörð, í 12 km ­fjarlægð frá Akureyri. Í Valsárskóla eru tæplega 50 nemendur. Þar vinnum við saman að því að skapa skólasamfélag sem nær árangri. Það einkennist af jákvæðum skólabrag, umhyggju, áhugasömum og metnaðarfullum einstaklingum. Nánari upplýsingar um skólann má finna á heimasíðu hans, https://skolar.svalbardsstrond.is/

Við leitum að jákvæðum og samviskusömum einstaklingum sem eru tilbúnir til að leggja sig fram við að vinna með öðrum og er nemendum góð fyrirmynd.

MENNTUNAR-OG HÆFNISKRÖFUR:

  • Menntun og reynsla sem nýtist í starfi.
  • Reynsla af starfi í grunnskóla er kostur.
  • Ábyrgur og jákvæður einstaklingur sem á auðvelt með mannleg samskipti.
  • Viðkomandi þarf að vera sjálfstæður, skapandi og drífandi.
  • Íslenskukunnátta.
  • Stundvísi og áreiðanleiki skilyrði.

1. Óskað er eftir umsjónaraðila Vinaborgar sem er frístundaheimili fyrir börn frá 6 - 10 ára aldri. Starfshlutfall er um 50%.

STARFSSVIÐ:

  • Skipulag, umsjón og gæsla í frístundastarfi nemenda í samráði við skólastjóra.
  • Ábyrgð á faglegu starfi með börnum, inntöku og skráningu barna og eftirliti með viðveru þeirra meðan á dvalartíma stendur.
  • Samskipti við foreldra og annað starfsfólk skólans.
  • Að vinna með hugmyndir um frístundastarfs í samræmi við skilgreint hlutverk frístundaheimila sem gefið er út af Menntamálaráðuneyti.

 

2. Óskað er eftir karlkyns starfsmanni í klefagæslu drengja, stuðning í bekk og í frístundastarf. Starfshlutfall er 100%.

STARFSSVIÐ:

  • Gæsla í búningsklefa drengja.
  • Gæsla í frítíma nemenda bæði úti og inni.
  • Stuðningur í bekk í samvinnu við kennara og skólastjóra.
  • Vinna í Vinaborg sem er frístund yngri nemenda.

 

3. Óskað er eftir aðila til að styðja við nemendur á yngra stigi. Starfshlutfall er um 80%.

STARFSSVIÐ:

  • Aðstoðar nemendur við daglegar athafnir og virka þátttöku í skólastarfi.
  • Aðlagar verkefni að getu nemenda í samvinnu við kennara.
  • Aðstoðar nemendur við að fylgja settum reglum um hegðun, umgengni og vinnubrögð.
  • Styrkir jákvæða hegðun nemenda samkvæmt umbunarkerfi ef við á.
  • Gæsla í samráði við kennara og skólastjóra.

Kaup og kjör samkvæmt kjarasamningi viðkomandi stéttarfélags og Sambands íslenskra sveitarfélaga. Umsóknafrestur er til og með 23. júní 2020. Rafræna umsókn skal senda á netfangið: maria@svalbardsstrond.is

Umsókn skulu fylgja upplýsingar um störf umsækjanda og menntun.

Tekið verður tillit til samþykktar skólanefndar Svalbarðsstrandarhrepps við ráðningu.

Nánari upplýsingar veita María Aðalsteinsdóttir, skólastjóri í síma 864 0031, netfang maria@svalbardsstrond.is og Svala Einarsdóttir staðgengill skólastjóra, netfang svala@svalbardsstrond.is.