Svalbarðsstrandarhreppur óskar eftir matráði í 100% stöðu.

Viltu vinna með skemmtilegu fólki, flottum nemendum í fölbreyttu starfi þar sem enginn dagur er eins?

Þá viljum við fá þig í okkar lið.

Svalbarðsstrandarhreppur óskar eftir matráði í 100% stöðu. Matráður starfar í eldhúsi Valsárskóla sem sér um máltíðir fyrir grunnskólann Valsárskóla, leikskólann Álfaborg og starfsfólk sveitarfélagsins.

Við leitum að jákvæðum og samviskusömum einstaklingi sem er tilbúin til að leggja sig fram við að vinna með öðrum og er nemendum góð fyrirmynd.

MENNTUNAR OG HÆFNISKRÖFUR:
-Menntun og reynsla sem nýtist í starfi.
-Nám í matartækni og/eða matreiðslu er mikill kostur.
-Ábyrgur og jákvæður einstaklingur sem á auðvelt með mannleg samskipti.
-Viðkomandi þarf að vera sjálfstæður, skapandi og drífandi.
-Íslenskukunnátta.
-Stundvísi og áreiðanleiki er skilyrði.


STARFSSVIÐ:
-Umsjón með mötuneyti skólanna í samráði við stjórnendur.
-Umsjón með innkaupum og gerð matseðla.
-Samskipti við foreldra og annað starfsfólk skólans.
-Dagleg matargerð sem tekur mið af ráðleggingum um mataræði sem embætti landlæknis gefur út.

Kaup og kjör er samkvæmt kjarasamningi viðkomandi stéttarfélags og SÍS.

Umsóknarfrestur er til og með 11. júní 2024.

Rafræna umsókn skal skila á heimasíðu sveitarfélagsins: https://www.svalbardsstrond.is/is/thjonusta/starfsfolk/umsokn-um-starf-hja-svalbardsstrandarhreppi
Umsókn skulu fylgja upplýsingar um fyrri störf umsækjanda og menntun.

Vakin er athygli á jafnréttisstefnu Svalbarðsstrandarhrepps um jafnan hlut kynja í störfum. Áhugasamir einstaklingar, án tillits til kyns, eru hvattir til að sækja um.