Ríkislögreglustjóri, í samráði við lögreglustjóra og slökkviliðsstjórana á Norðurlandi Eystra hafa ákveðið að lýsa yfir óvissustigi almannavarna vegna hættu á gróðureldum. Þessi ákvörðun er byggð á að lítið hefur rignt á svæðinu undanfarið og veðurspá næstu daga sýnir heldur ekki neina úrkomu af ráði. Þetta þýðir að aðeins Austurland, Vestur Skaftafellssýsla og Vestmannaeyjar eru ekki á óvissu- eða hættustigi vegna gróðurelda.
Almenningur er hvattur til að sýna aðgát með opinn eld á svæðinu, ekki síst þar sem gróður er þurr. Það þarf ekki mikinn neista til þess að af verði stórt bál. Ef fólk verður vart við gróðurelda á strax að hringja í 112.
Allar nánari upplýsingar er að finna á síðu Almannavarna og þar er að finna upplýsingar um ýmsar varnir til að draga úr hættu af gróðureldum.
Með kveðju
Björg Erlingsdóttir
Sveitarstjóri Svalbarðsstrandarhrepps
Svalbarðsstrandarhreppur - Ráðhúsinu, 606 Akureyri
Kennitala: 640269-2279 - Bankareikn.: 0162-26-075801