TILKYNNING VEGNA VEÐURS

Íbúum er bent á að fylgjast með veðurfréttum og vera viðbúin vetrarveðri næstu daga. Spáð er norðan hvassviðri, stormi, 18-20 m/s með snjókomu og skafrenningi. Færð getur spillst og akstursskilyrði verða slæm.

Gert er ráð fyrir að færð spillist og ófært verði milli þéttbýlisstaða á Vestfjörðum og Norðurlandi. Sjávarstaða er há fyrir norðurlandi og fullt tilefni til þess að hver og einn gæti að og hugi að veðri og tryggi lausamuni. Svipuð norðanátt verður fram á fimmtudag og lægir ekki svo um muni fyrr en eftir hádegi á föstudag.

Veðrið hefur verið okkur hagstætt síðustu vikur en nú mætir veturinn af fullum krafti.

  1. Með kveðju,
    Björg Erlingsdóttir
    Sveitarstjóri Svalbarðsstrandarhrepps