TILKYNNING VEGNA VEÐURS

Íbúum er bent á að fylgjast vel með veðurfréttum og vera viðbúin vetrarveðri næstu daga. Spáð er norðvestan hvassviðri 20-25 m/s með snjókomu og skafrenningi, stórhríð á köflum. Lélegt skyggni verður og ekkert ferðaveður. Gert er ráð fyrir að það dragi úr vindi eftir hádegi á laugardag og undir kvöld verði norðvestan 13-20 og lítilsháttar él.

 

Veðrið hefur verið okkur hagstætt síðustu vikur þó við höfum fundið hressilega fyrir vindi á köflum en gert er ráð fyrir að lítið snjói í næstu viku en kalt verði í veðri.

 

Með kærri kveðju

Björg Erlingsdóttir