Tímahylkið

Sú hugmynd hefur fæðst innan skólans að skapa afmarkaðan vettvang á heimasíðu hreppsins fyrir sögur og myndir sem tengjast heimsfaraldrinum, eins og hann horfir við íbúum á Svalbarðsströnd. Tímahylkið er blöðungur þar sem starfsmenn, foreldrar og aðrir íbúar geta sagt frá því hvernig starfið gengur í skólanum eða á öðrum vinnustöðum, á heimilum eða í fjósinu og einnig komið með ábendingar varðandi háttalag, vinnulag og annað sem þurfa þykir. Fleygar setningar um ófétis veiruna verða líka vel þegnar.

Starfsmenn hreppsins halda utan um þessar greinar. Vonandi getum við skemmt okkur yfir þessu uppátæki og þeir sem hafa áhuga á að deila með sér geta sent Önnu Heiði línu, anna.heidur@svalbardsstrond.is

Hér fyrir neðan er hægt að skoða blöðunginn rafrænt.

Tímahylkið 1. tbl 27. mars 2020

Tímahylkið 2. tbl 3. apríl 2020 - Myndbandið sem fylgir blaðinu er hægt að skoða hér

Tímahylkið 3. tbl 17. apríl 2020

Tímahylkið 4. tbl. 24. apríl 2020

Tímahylkið 5. tbl 1. maí. 2020 - Myndbandið sem fylgir blaðinu er hægt að skoða hér

Hátíðarhylkið 6. tbl 31. janúar 2021