Umhverfis- og atvinnumálanefnd hefur farið yfir þær tilnefningar sem bárust vegna viðurkenninga sem veita á rekstraraðilum og íbúðarhúsum fyrir árið 2021. Þetta er í fyrsta skipti sem verðlaunin eru afhent og er ætlunin að um árvissan viðburð verði að ræða.
Tilnefningar til umhverfisviðurkenningar fyrir íbúðarhúsa hlutu:
Meðalheimur
Fossbrekka
Þórisstaðir
Svalbarð
Tilnefningar til umhverfisviðurkenningar fyrir rekstraraðila hlutu:
Meðalheimur Vélaverkstæði
Kjarnafæði
Hótel Natur
Svalbarð
Grænegg
Umhverfisviðurkenningu fyrir íbúðarhús hlýtur:
Meðalheimur
Rökstuðningur: Umhverfis- og atvinnumálanefnd veitir ábúendum Meðalheims umhverfisviðurkenningu ársins 2021 í flokki íbúðarhúsa. Mikið hefur verið unnið í lagfæringum á íbúðarhúsi og allt umhverfi snyrtilegt og til fyrirmyndar.
Umhverfisviðurkenningu fyrir rekstrarað hlýtur:
Hotel Natur
Rökstuðningur: Umhverfis- og atvinnumálanefnd Svalbarðsstrandarhrepps veitir rekstraraðilum Hótel Natur umhverfisviðurkenningu ársins 2021 í flokki rekstraraðila. Unnið hefur verið að metnaði að endurnýtingu og sést metnaður rekstraraðila fyrir snyrtilegu umhverfi glöggt. Ljóst er að staðarhaldarar skipuleggja vel meðferð alls efnis og endurnýta hverja þjöl sem til fellur.
Fyrir hönd umhverfis- og atvinnumálanefndar óskum ég ábúendum og rekstraraðilum til hamingju með tilnefningar
Elísabet Ásgrímsdóttir
Svalbarðsstrandarhreppur - Ráðhúsinu, 606 Akureyri
Kennitala: 640269-2279 - Bankareikn.: 0162-26-075801