Umhverfisvika Svalbarðsstrandarhrepps

Umhverfisvika verður haldið í Svalbarðsstrandarhreppi dagana 14. maí – 21. maí. Fjölbreytt dagskrá verður þessa daga, hreinsað meðfram þjóðvegi og Veigastaðavegi, ströndin hreinsuð og notendur á gámasvæði fá aðstoð við að flokka úrgang. Gróðurúrgangur verður sóttur til þeirra sem aðstoðar þurfa með og eiga erfitt með að koma honum á gróðurtippinn. Vikunni lýkur svo með heljarinnar pylsuveislu sem Fannar stýrir af sinni alkunnu snilld.

Gróðurtippur hefur verið færður og sá sem nýttur var í fyrra aflagður. Merkingar eru á nýjan stað, nýr staður er á sama svæði og sá fyrri, ögn norðar og fjær götunni Borgartúni eins og sjá má á meðfylgjandi mynd.

Dagskrá verður auglýst á næstu dögum og í viðburðaskrá á heimasíðu má fylgjast með hvaða verkefnum verður sinn og á hvaða dögum.

Saman getum við lyft grettistaki og hreinsað okkar nánast umhverfi

 

Fyrir hönd umhverfis- og atvinnumálanefndar Svalbarðsstrandarhrepps
Björg Erlingsdóttir
sveitarstjóri