Opnað hefur verið fyrir umsóknir í Uppbyggingarsjóð Norðurlands eystra og er umsóknarfrestur til 16. október kl. 12:00.
Veittir eru styrkir í eftirfarandi þremur flokkum:
Verkefnastyrkir á sviði atvinnuþróunar og nýsköpunar
Verkefnastyrkir á sviði menningar
Stofn- og rekstrarstyrkir á sviði menningar
Nánari upplýsingar um Uppbyggingarsjóð má finna hér.
Miðvikudaginn 18. september kl. 16:15 verður haldinn rafrænn kynningarfundur fyrir umsækjendur þar sem meðal annars verður farið yfir úthlutunarreglur sjóðsins.
Skráning á fundinn fer fram hér.
Svalbarðsstrandarhreppur - Ráðhúsinu, 606 Akureyri
Kennitala: 640269-2279 - Bankareikn.: 0162-26-075801