Í sumar verður heimilt að sleppa sauðfé í Vaðlaheiði frá og með 13. júní og stórgripum frá og með 1. júlí. Búfjáreigendur eru beðnir að gæta að ástandi gróðurs í heiðinni áður en þeir sleppa fé sínu og fresta upprekstri ef ástæða er til.
Eigendur stórgripa eru minntir á það að stórgripum skal smalað fyrir lok október.
Einnig skal á það minnt að ekki má leyfa utansveitarmönnum að nota ógirt heimalönd eða afrétt til upprekstrar nema að fenginni heimild sveitarstjórnar, sbr. ákvæði 7. gr. fjallskilasamþykktar.
Viðhald fjallsgirðingar
Sveitarstjórn Svalbarðsstrandarhrepps minnir landeigendur á ábyrgð þeirra varðandi viðhald girðinga. Landeigendur skulu hafa lokið viðgerðum á fjallsgirðingunni þannig að hún sé fjárheld áður en fé er sleppt í heiðina þ.e. fyrir 13. júní. Mjög mikilvægt er að fjallsgirðingunni ,og þeim girðingum sem ætlað er að halda búfé í beitarhólfum, sé vel við haldið.
Sveitarstjórn minnir jafnframt á að lausaganga búfjár er bönnuð á vegstæðum þjóðbrauta innan fjallgirðinga í Svalbarðsstrandarhreppi. Búfjáreigendum ber að halda búfé sínu innan girðinga, þannig að það komist ekki í annarra manna lönd eða út á vegsvæði.
Svalbarðsstrandarhreppur - Ráðhúsinu, 606 Akureyri
Kennitala: 640269-2279 - Bankareikn.: 0162-26-075801