ÚTHLUTUN ENDURMENNTUNARSJÓÐS

Samkvæmt reglum um sí- og endurmenntun Svalbarðsstrandarhrepps geta starfsmenn sótt um styrk til sjóðsins tvisvar á ári, í lok maí og í lok nóvember. Auglýsa skal úthlutun og úthlutunarreglur á heimasíðu sveitarfélagsins. Hér er tengill á reglur sjóðsins. Auglýsing umsókna dróst þetta árið og ýmsar ástæður fyrir því en hér með er úthlutun úr sjóðnum auglýst og starfsmenn hvattir til þess að kynna sér reglur sjóðsins. Allir fastráðnir starfsmenn sveitarfélagsins sem starfað hafa í þrjú ár eða lengur eiga rétt á að sækja um styrk úr sjóðnum. Réttur þeirra til úthlutunar fellur þó niður, segi þeir upp störfum sínum hjá sveitarfélaginu. Einnig eiga yfirmenn stofnana rétt á að sækja um styrki til námskeiðahalds, vettvangs- eða námsferða. Úthlutunarfé sjóðsins er ákveðið við gerð fjárhagsáætlunar hvers árs og er ekki heimilt að úthluta meira fé úr sjóðnum en þar er til staðar hverju sinni. Umsóknarfrestur er 01. ágúst 2020 og umsókn er fyllt út rafrænt.. Sí- og endurmenntunarnefnd fer yfir umsóknir og er hún skipuð sveitarstjóra og skólastjórum leik- og grunnskóla.

Endurmenntunarsjóður - umsókn