Útiskóli að sumri - leikjanámskeið

Í júlí verður námskeið sem við köllum ÚTISKÓLI AÐ SUMRI haldið á Svalbarðseyri fyrir börn á Svalbarðsströnd. Börn sem fædd eru árið 2014 eru velkomin en forráðamenn þurfa að fylgja þeim í Útiskólann. Elísabet Ásgrímsdóttir heldur utan um Útiskólann og er Útiskólinn samstarfsverkefni Skapandi Samveru og Svalbarðsstrandarhrepps.

Útiskólinn er hugsaður sem ævintýraleiðangur um umhverfi okkar og náttúruna hér á Svalbarðsströnd.

Skólinn fer fram þriðjudaga, miðvikudaga og fimmtudaga í júlí milli klukkan 13:00 og 16:15. Börn koma klædd eftir veðri og hafa með sér nesti. Við hittumst í Valsárskóla og þar ljúkum við einnig ævintýraleiðöngrum nema annað sé tilkynnt. Þátttakendur hafa með sér nesti og viðbúið er að dagskráin geti breyst eftir veðri.

Vikan kostar 1.500 kr eða 500 krónur fyrir hvern leiðangur. Foreldrar eru beðnir um að athuga að börn eru skráð viku í senn, þriggja daga námskeið og gert er ráð fyrir þeim alla dagana þrjá.

DAGSKRÁ ÚTISKÓLA:

  • 7. JÚLÍ Frisbí golf og leikir
  • 8. JÚLÍ Fjaran og Hamarinn
  • 9. JÚLÍ Lystigarðurinn á Akureyri
  • 14. JÚLÍ Mógilsfjaran
  • 15. JÚLÍ Útiteikning
  • 16. JÚLÍ Vaðlareitur og Halllandsnes
  • 21. JÚLÍ Safnasafnið og Reiturinn
  • 22. JÚLÍ Gönguferð um Svalbarðseyri
  • 23. JÚLÍ Kjarnaskógur
  • 28. JÚLÍ Gönguferð Raninn
  • 29. JÚLÍ Fuglaskoðun
  • 30. JÚLÍ Sund og grillveisla

SKRÁ ÞARF Á NÁMSKEIÐIN OG VIÐ ÓSKUM EFTIR ÞVÍ AÐ FORRÁÐAMENN SKRÁI BÖRN Í NÁMSKEIÐIN, SÍÐASTA LAGI VIKU ÁÐUR EN FARIÐ ER. VIÐ ÞURFUM T.D. AÐ VITA HVERSU STÓRA RÚTU ÞARF EÐA HVORT VIÐ ÞURFUM AÐ FJÖLGA STARFSMÖNNUM OG ÞVÍ GOTT AÐ ÞIÐ PANTA EINS FLJÓTT OG HÆGT ER.

SKRÁNING Á HEIMASÍÐU SVEITARFÉLAGSINS