VARÚÐ!

Jarðskjálftahrinan sem nú stendur yfir hefur vart farið framhjá íbúum og gestum hér við Eyjafjörðinn. Upptökin eru á Tjörnesbrotabeltinu og verið er að vara fólk á svæðinu við, að við höfum varann á og að við séum undirbúin stærri skjálfta en þeim sem gekk yfir á laugardag.

Mikilvægt er að tryggilega sé gengið frá hlutum sem gætu valdið tjóni og skaða um leið og náttúruvárvöktun Veðurstofu varar við afleiddum hættum skjálftavirkninnar og þá helst grjóthruni og mögulega flóðbylgju eftir stóra skjálfta. Um leið og við vonum það besta er skynsamlegt að vera viðbúin, fara varlega og fylgjast vel með fréttum.

Skynsamlegt er að forðast varasöm svæði á meðan ástandið varir - forðast brattar hlíðar, leita upp fyrir sjávarmál og skrá ferðir sínar á safetravel.is.

Um leið og við vonum það besta er skynsamlegt að vera viðbúin, fara varlega og fylgjast vel með fréttum. Heimasíður Almannavarna almannavarnir.is og Veðurstofu vedur.is veita góðar upplýsingar.