Veðurviðvörun og mokstur

Íbúum Svalbarðsstrandarhrepps er bent á veðurviðvörun sem Veðurstofan hefur sent frá sér. Gert er ráð fyrir norðan 10-18 m/s eða éljagangi. Skyggni verður mjög lítið á köflum og akstursskilyrði erfið. Við gerum okkar besta til að halda götum á Svalbarðseyri opnum og biðjum íbúa um að sýna því skilning ef færð þyngist milli þess sem mokað verður.

 

Með kveðju Björg Erlingsdóttir

https://www.vedur.is/vidvaranir