Nú þegar skammdegið er að skella á okkur og börn eru að leika sér fram að útivistartíma er mikilvægt að við hugum að sýnileika þeirra í myrkrinu sem skellur sífell fyrr á okkur. Snjóleysið er gott og kærkomið eftir erfiðan vetur en myrkrið verður meira í snjóleysinu og erfitt að sjá unga fólkið okkar og athygli þeirra mismikil. Við eigum von á sendingu með endurskinsmerkjum sem dreift verður í leik- og grunnskóla og við eigum endurskinsmerki handa þeim sem vilja og fá ekki endurskinsmerkin í skólastarfinu. Endurskinsmerkin verður hægt að nálgast á skrifstofu hreppsins, við setjum kassa með endurskinsmerkjum við dyrnar og fullorðnir geta nálgast þau þar eftir helgina.
Svalbarðsstrandarhreppur - Ráðhúsinu, 606 Akureyri
Kennitala: 640269-2279 - Bankareikn.: 0162-26-075801