Vinsamlegast athugið!! Ekki opna svindlpóst sem barst frá netfangi Svalbarðsstrandarhrepps í dag.

Klukkan 11:15 í dag sendust út 1060 póstar eftir að einhver hafði komist yfir netfang skrifstofustjóra fannar@svalbardsstrond.is pósturinn inniheldur tengil sem vísar viðtakanda á síðu þar sem hann er beðinn um netfang og lykilorð. 

ÞAÐ MÁ ALLS EKKI FARA INN Á ÞENNAN TENGIL

Þetta eru tölvuþrjótar sem standa að baki þessu og eru þeir að reyna komast yfir persónuupplýsingar fólks með þessum hætti.