Auglýsing á tillögum að breytingu á aðalskipulagi og breytingu á deiliskipulagi

Helgafell, Svalbarðsstrandarhreppi – auglýsing aðal- og deiliskipulagstillaga

Sveitarstjórn Svalbarðsstrandarhrepps samþykkti á fundi sínum 31. mars 2020 að auglýsa tillögu að breytingu á aðalskipulagi Svalbarðsstrandarhrepps 2008-2020 skv. 31. gr. skipulagsnaga nr. 123/2010. Í breytingunni felst að verslunar og þjónustusvæði (V10) er fært inn í aðalskipulag við Helgafell á svæði sem skilgreint er sem landbúnaðarsvæði í gildandi aðalskipulagi. Á sama fundi samþykkti sveitarstjórn Svalbarðsstandarhrepps að auglýsa deiliskipulag fyrir hlédragssetur og skylda starfsemi á verslunar- og þjónustusvæði V10 í landi Helgafells skv. 41. gr. skipulagslaga. Skipulagssvæði deiliskipulags er rúmir 3 ha og er ráðgert að þar geti risið alls 300 fm. nýbygging, þrjár hreyfanlegar gistieiningar og bílgeymsla til viðbótar við húsakost sem fyrir er á svæðinu.

Skipulagsverkefnið tekur ekki til framkvæmda sem falla undir lög um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000.

Skipulagstillögurnar liggja frammi á skrifstofu sveitarfélagsins og eru auk þess aðgengilegar á heimasíðu sveitarfélagsins, svalbardsstrond.is. Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn frestur til föstudagsins 17. júlí n.k. til að gera athugasemdir við skipulagslýsinguna. Athugasemdir skulu vera skriflegar og skulu berast á sveitarskrifstofu Svalbarðsstrandarhrepps, Ráðhúsinu Svalbarðseyri, 606 Akureyri, eða í tölvupósti á sbe@sbe.is.

1. Aðalskipulag Svalbarðsstrandarhreoos '08-'20 - Breyting á aðalskipulagi - Helgafell, svæði fyrir verslun og þjónustu
2. Aðalskipulag Svalbarðsstrandarhreoos '08-'20 - Breyting á aðalskipulagi - Helgafell, svæði fyrir verslun og þjónustu
Helgafell, Svalbarðsstrandarhreppi – auglýsing aðal- og deiliskipulagstillaga

F.h. Svalbarðsstrandarhrepps

Skipulags- og byggingarfulltrúi