Geldingsárhlíð, Svalbarðsstrandarhreppi – auglýsing deiliskipulagstillögu fyrir íbúðarsvæði ÍB23 og ÍB24

Sveitarstjórn Svalbarðsstrandarhrepps samþykkti á fundi sínum 1. júní sl. að vísa tillögu á deiluskipulagi í Geldingsárhlíð í auglýsingarferli skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Skipulagsverkefnið snýr að skipulagningu fimm íbúðarlóða á svæði sem skilgreint er sem íbúðarsvæði ÍB23 og ÍB24 í gildandi aðalskipulagi sveitarfélagsins.

 

Deiliskipulagstillaga liggur frammi á skrifstofu sveitarfélagsins frá 24. júní til 5. ágúst 2022 og er auk þess aðgengileg á heimasíðu sveitarfélagsins, svalbardsstrond.is. Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn frestur til föstudagsins 5. ágúst 2022 til að gera athugasemdir við tillöguna. Athugasemdir skulu vera skriflegar og skulu berast á skrifstofu Skipulags- og byggingarfulltrúa Eyjafjarðar, Skólatröð 9, Hrafnagilshverfi, 605 Akureyri, eða í tölvupósti á sbe@sbe.is.

 

Skipulags- og byggingarfulltrúi

Auglýsing