Sunnuhlíð, Svalbarðsstrandarhreppi – tillaga að deiliskipulagi
Sveitarstjórn Svalbarðsstrandarhrepps samþykkti á fundi sínum þann 21. ágúst 2018 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi Sunnuhlíðar skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagstillagan nær til svæðis sem annarsvegar er skilgreint sem landbúnaðarsvæði og hinsvegar sem verslunar- og þjónustusvæðis V6 í gildandi aðalskipulagi sveitarfélagsins. Skipulagstillagan tekur til byggingar tveggja frístundahúsa og eins einbýlishúss í landi Sunnuhlíðar og auk þess til uppbyggingar ferðaþjónustu á verslunar- og þjónustusvæði V6. Tillagan liggur frammi á sveitarskrifstofu Svalbarðsstrandarhrepps milli 1. október og 12. nóvember 2018 og á heimasíðu Svalbarðsstrandarhrepps, svalbardsstrond.is. Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við skipulagstillöguna til mánudagsins 12. nóvember 2018. Athugasemdir skulu vera skriflegar og skulu berast á sveitarskrifstofu Svalbarðsstrandarhrepps, Ráðhúsinu Svalbarðseyri, 601 Akureyri, eða í tölvupósti á netfangið postur@svalbardsstrond.is.
Skipulags- og byggingarfulltrúi
Svalbarðsstrandarhreppur - Ráðhúsinu, 606 Akureyri
Kennitala: 640269-2279 - Bankareikn.: 0162-26-075801