Deiliskipulag Vegakerfis og athafnasvæða
Skipulagssvæðið nær yfir nánasta umhverfi gangnamunna Vaðlaheiðarganga og aðliggjandi umferðarmannvirkja. Viðfangsefni skipulagsins er að skilgreina vegakerfi og umhverfisfrágang á svæðinu og skilgreina tímabundnar heimildir fyrir mannvirki sem nauðsynleg eru vegna framkvæmda við Vaðlaheiðargöng á framkvæmdatíma þeirra.
Deiliskipulag vinnubúða
Skipulagssvæðið nær yfir 1,5 ha íbúðarsvæði (Íb21) í landi Halllands suð-vestan Veigastaðavegar nr. 828 og norðan Vaðlabrekku. Viðfangsefni skipulagsins er að skilgreina tímabundnar heimildir fyrir mannvirki sem nauðsynleg eru vegna framkvæmda við Vaðlaheiðargöng á framkvæmdatíma þeirra.
Gerð er grein fyrir tillögunum á skipulagsuppdráttum í mælikvarðanum 1:1000, sem verða til sýnis á skrifstofu Svalbarðsstrandarhrepps, Ráðhúsinu Svalbarðseyri á opnunartíma skrifstofunnar, frá 2. maí 2013 til 19. júní 2013.
Athugasemdir skulu vera skriflegar og skulu sendar skrifstofu Svalbarðsstrandarhrepps, Ráðhúsinu Svalbarðseyri, 601 Akureyri, eigi síðar en 19. júní 2013. Þeir sem ekki gera athugasemdir innan tilskilins frests, teljast samþykkir tillögunni.
Svalbarðseyri, 30. apríl 2013
Jón Hrói Finnsson
Sveitarstjóri Svalbarðsstrandarhrepps
Svalbarðsstrandarhreppur - Ráðhúsinu, 606 Akureyri
Kennitala: 640269-2279 - Bankareikn.: 0162-26-075801